Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Bláa Lónið fékk verðlaun Viðskiptablaðsins
Fimmtudagur 29. desember 2016 kl. 13:14

Bláa Lónið fékk verðlaun Viðskiptablaðsins

Bláa Lónið og Grímur Sæmundsen fengu í dag viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og tók Grímur, forstjóri fyrirtækisins, við verðlaununum úr hendi Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra á Hótel Sögu í dag.

Vöxtur Bláa Lónsins undanfarin ár hefur verið með miklum ólíkindum. Á milli áranna 2011 og 2015 fjölgaði gestum úr 460.000 í 918.000, velta jókst úr 19,5 milljónum evra í 54,3 milljónir evra, EBITDA hefur aukist úr 7,1 milljón evra í 21,3 milljónir evra og hagnaður úr 3,5 milljónum evra í 15,8 milljónir evra. Bláa Lónið er langvinsælasti áfangastaður erlendra ferðamanna á Íslandi og er á meðal þekktustu áfangastaða Íslands.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024