Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Bláa Lónið býður gesti velkomna á ný
Föstudagur 12. febrúar 2021 kl. 16:00

Bláa Lónið býður gesti velkomna á ný

Bláa Lónið opnar á ný, á morgun laugardaginn 13. febrúar 2021, en það hefur verið lokað síðastliðna fjóra mánuði eða frá 8. október síðastliðnum.
Bláa Lónið, veitingastaðurinn Lava, Silica hótel og verslun Bláa Lónsins í Svartsengi, verða opin allar helgar fram á vor. Hið margverðlaunaða Retreat Spa mun vera opið á laugardögum. Retreat hótel og veitingastaðurinn Moss opna einnig þó með takmarkaðri opnunartíma. Frekari upplýsingar og nánari opnunartíma má finna á vefsíðu Bláa Lónsins.

Nýjung á veitingastaðnum Lava

Veitingastaðurinn Lava mun bjóða upp á brunch, alla laugardaga og sunnudaga í vor frá kl. 11:00-15:00. Þar geta gestir snætt á sloppnum á milli þess sem þeir njóta dvalarinnar í Bláa Lóninu. Hægt er að skoða matseðilinn á vefsíðu Bláa Lónsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Núgildandi tilmælum yfirvalda varðandi sóttvarnaráðstafanir er fylgt í hvívetna á öllum starfstöðvum Bláa Lónsins.

Vegna takmarkanna eru gestir hvattir til að bóka heimsókn sína fyrirfram á vefnum.