Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Björgunarsveitin Suðurnes selur flugelda á netinu
Laugardagur 19. desember 2020 kl. 17:35

Björgunarsveitin Suðurnes selur flugelda á netinu

Björgunarsveitin Suðurnes í Reykjanesbæ opnar flugeldamarkað björgunarsveitarinnar á morgun, sunnudaginn 20. desember. Flugeldasalan fer fram á netinu á vefslóðinni bjsudurnes.flugeldar.is.

Haraldur Haraldsson hjá Björgunarsveitinni Suðurnes hvetur sem flesta til að nýta sér netsöluna. Hægt er að kaupa alla flugelda í netversluninni sem eru í boði á flugeldamarkaðnum sem opnar milli jóla og nýárs en björgunarsveitin verður áfram með flugeldasölu í björgunarsveitarhúsinu við Holtsgötu í Njarðvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir sem ekki vilja kaupa flugelda en styrkja starf björgunarsveitarinnar með kaupum á rótarskoti, geta einnig gengið frá kaupum á því í vefversluninni. Rótarskotið verður einnig boðið til sölu í stóru tjaldi á Holtsgötunni milli hátíða.

Vakin er athygli á því að þó fólk kaupi flugeldana á netinu fyrir jól, þá verða þeir ekki afhentir fyrr en 28. desember þegar flugeldamarkaðir opna sölustaði sína. Vegna sóttvarna eru þó íbúar Reykjanesbæjar og þeir sem vilja styrkja Björgunarsveitina Suðurnes hvattir til að notfæra sér netverslunina og losna þannig við að þurfa að jafnvel að standa í röð við sölustaðinn á Holtsgötu.