Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Bjóða uppá vínsmökkun og vínkennslu á nýjum bar
Fimmtudagur 6. september 2018 kl. 10:58

Bjóða uppá vínsmökkun og vínkennslu á nýjum bar

Rólega opnunarhelgin var annasöm á KEF bar á Hótel Keflavík

„Helgin var frábær og við þakklát öllum sem mættu til okkar,“ segir Steinþór Jónsson hótelstjóri á Hótel Keflavík en hótelið opnaði um Ljósanæturhelgina glæsilegan KEF bar eftir miklar endurbætur.

„Þetta átti að vera róleg opnun en það fylltist allt og fólk gaf sér langan tíma til að njóta. Það var gaman“.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Nýr yfirbarþjónn frá Englandi, Ritchie Suffling, vakti athygli fyrir frumlega drykki, skemmtilegan fróðleik og fagmennsku. Keflavíkingurinn, Gunni Palli frá Port9, kom einnig í heimsókn og tók vel á móti heimafólki.

„Hugmyndin er að bjóða uppá vínsmökkun, vínkennslu og fróðleik í fallegu umhverfi og tengja hágæðaþjónustu Diamond Suites við nærumhverfið. Okkur langar að nýta þá þekkingu sem hótelið hefur til að lífga uppá mannlífið í bænum. Erum þegar byrjuð að skrá áhugasama aðila í hina ýmsu vínklúbba á netfanginu [email protected]. Vonandi bætist matarklúbbur við síðar,“ segir Steinþór og bætir við: „Á síðustu mánuðum höfum við innréttað nýtt eldhús með bestu græjum sem völ er á sem og endurbætt veitingastaðinn. Það er allt tilbúið fyrir opnun en við ætlum samt að bíða með veitingadeildina í nokkrar vikur og leggja áherslu á fagmennsku og eitthvað nýtt fyrir hótelgesti og bæjarbúa. Byrja rólega og vona að við náum að koma á óvart,“ segir hótelstjórinn að endingu.