Bjóða 20% afslátt á þjónustu í kreppunni
Það eru ýmsir tilbúnir að létta undir með fólki í kreppunni sem nú ríkir á Íslandi. Þannig hefur hársnyrtistofan Fimir fingur ákveðið að bjóða viðskiptavinum 20% afslátt af allri þjónustu í október og nóvember. Þetta gerir stofan í tilefni af eins árs afmæli um þessar mundir. Nýir sem eldri viðskiptavinir geta því sparað einhverjar krónur og verið vel til fara um höfuðið, þó svo kreppan ríki.
Mynd af 245.is