Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Bílasala virðist vera á uppleið
Föstudagur 23. ágúst 2013 kl. 07:18

Bílasala virðist vera á uppleið

Þeir Enok Holm og Guðmundur Freyr Valgeirsson hafa tekið við rekstri Bílahúsins við Bolafót 1, sem heitir í dag GE bílar. Áfram verða þar til sölu nýjir og notaðir bílar en bílasalan er í samstarfi við BL umboðið. GE bílar bjóða upp á Land Rover, Hyundai, BMW, Nissan, Subaru, Dacia, Isuzu, Renault, Opel og ýmsa atvinnubíla.

Guðmundur Freyr hefur undanfarin fjögur ár rekið allrahanda bílaþjónustuna Laghentir við góðan orðstír. Hann hyggst halda þar áfram en þó aðeins af hluta til.  Guðmundur lýkur námi í bifvélavirkjun nú í desember og eftir það ætlar hann áfram í meistaranám. Guðmundur segist hafa verið að grúska í bílum síðan hann var 16 ára táningur. Guðmundur starfaði sem bílasali hjá Toyota um fimm ára skeið og er því öllum hnútum kunnugur í faginu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Enok hefur lengi verið viðriðinn bíla og hefur umtalsverða þekkingu á því sviði
Þeir félagar segjast ætla að leggja mikla áherslu á góða og heiðalega þjónustu fyrir fólk. Guðmundur segir í samtali við Víkurfréttir að þeir finni fyrir því að bílasala sé á uppleið og þeir eru jákvæðir og bjartsýnir fyrir framhaldinu.