Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Bergný og Elín til Kadeco
Laugardagur 4. nóvember 2023 kl. 06:00

Bergný og Elín til Kadeco

Kadeco hefur ráðið til starfa þær Bergnýju Jónu Sævarsdóttur og Elínu R. Guðnadóttur. Bergný er sjálfbærnistjóri Kadeco og Elín er yfirverkefnastjóri.

Bergný kemur til Kadeco frá Suðurnesjabæ þar sem hún starfaði sem sviðsstjóri stjórnsýslusviðs og staðgengill bæjarstjóra frá árinu 2018. Þar áður starfaði hún sem gæða- og verkefnastjóri hjá Strætó bs. og Hugverkastofu. Bergný er með MPM gráðu í verkefnastjórnun og MPA gráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands. Hún er formaður stjórnar félags stjórnsýslufræðinga og situr í faghópi Stjórnvísi um ISO vottanir og gæðastjórnun.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Elín hefur frá árinu 2020 starfað sem sérfræðingur hjá ráðgjafarfyrirtækinu Alta og kom meðal annars að gerð þróunaráætlunar K64 fyrir Kadeco, sem og vinnu við svæðisskipulag Austurlands. Þar áður starfaði hún sem sérfræðingur hjá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu og sem sjálfstæður ráðgjafi á Íslandi og í London. Elín er landfræðingur með meistaragráðu í umhverfis- og þróunarfræði frá King’s College í London og meistaragráðu í stefnumótun frá City University í London. 

„Við stöndum frammi fyrir krefjandi og spennandi verkefni, þ.e. að koma hugmyndunum í þróunaráætluninni, K64, í framkvæmd. Þær Bergný og Elín koma með mikilvæga reynslu til okkar sem mun reynast vel í þeirri vinnu. Við erum mjög lánsöm að fá svona öflugar konur til liðs við okkur og ég hlakka mikið til vinnunnar sem framundan er,“ segir Pálmi Freyr Randversson, framkvæmdastjóri Kadeco.