Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Viðskipti

Benchmark Genetics byggir nýtt og stærra hrognahús í Vogum
Miðvikudagur 21. apríl 2021 kl. 13:30

Benchmark Genetics byggir nýtt og stærra hrognahús í Vogum

Benchmark Genetics Iceland (áður Stofnfiskur) mun auka framleiðslugetu sína á laxahrognum umtalsvert með byggingu á nýju og stærra hrognahúsi við laxeldisstöð sína í Vogum á Vatnsleysuströnd.

Nýja hrognahúsið verður formlega tekið í notkun í haust en fyrstu hrognin verða lögð inn um miðjan júní næstkomandi. Gert er ráð fyrir að framleiðslugeta nýja hússins verði yfir 300 milljónir laxahrogna á ári. Húsið hefur risið hratt þar sem fyrsta skóflustungan var tekin í nóvember sl., búið er að steypa sökklana og veggir fara að rísa. Nýja hrognahúsið mun vera með 10.000, 5 lítra eldisker sem hvert fyrir sig þroskar hrogn undan einni hrygnu. Þetta kerfi mun tryggja góð hrognagæði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Nýja hrognahúsið tryggir að  hin vinsælu kynbættu laxahrogn fyrirtækisins verði að bestu gæðum svo og ein heilbrigðustu hrogn í heiminum í dag sem hægt er að afhenda allar vikur ársins út um allan heim. Undanfarin misseri hefur áhugi á laxeldi á landi aukist gífurlega og erum við að búa okkur undir að geta annað eftirspurn á þeim markaði út um allan heim segir Jónas,“ segir Dr. Jónas Jónasson framkvæmdarstjóri Benchmark Genetics Iceland.