ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Viðskipti

Aukin þjónusta hjá Bako Verslunartækni við viðskiptavini á Suðurnesjum
Miðvikudagur 1. október 2025 kl. 15:56

Aukin þjónusta hjá Bako Verslunartækni við viðskiptavini á Suðurnesjum

Til að auka þjónustustig til viðskiptavina á svæðinu enn frekar þá mun Bako Verslunartækni bjóða upp á vikulegar akstursferðir með vörur á Suðurnesin. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.

Ferðirnar eru fyrir hádegi alla miðvikudaga frá og með 8. Október næstkomandi. Bako Verslunartækni þjónustar fjölda fyrirtækja og stofnanir á svæðinu á sviði heildarlausna

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

til verslana, hótela, stóreldhúsa, veitingastaða, bakaría og vöruhúsa. Fyrirtækið býður upp á fjölbreyttar heildarlausnir bæði staðlaðar og sérsniðnar eftir þörfum viðskiptavina.

Útkeyrslupantanir fyrir ferðirnar þurfa að berast fyrir kl. 14 á þriðjudögum. Rukkað verður sama akstursgjald og er gildandi á höfuðborgarsvæðinu.

Hægt er að fá frekari upplýsingar hjá söluráðgjöfum Bako Verslunartækni í síma 595-6200 eða í gegnum netfangið [email protected].

Sjá vöruval Bako Verslunartækni í vefverslun, www.bvt.is.

Dubliner
Dubliner