Ásta Dís hættir sem framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar
Ásta Dís Óladóttir framkvæmdastjóri hefur tekið þá ákvörðun að ljúka störfum sínum hjá Fríhöfninni. Starfsmenn Fríhafnarinnar fengu tilkynningu um það í dag.
Í tölvupósti til starfsmanna eru Ástu Dís þakkað fyrir vel unnin störf hjá félaginu og henni óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Ásta Dís vildi ekki tjá sig frekar um óvænt starfslok við vf.is. Hún var meðal umsækjenda í starf bæjarstjóra nýlega en dróg svo umsókn sína til baka, m.a. vegna hvatningar frá starfsfólki Fríhafnarinnar, að því er kom fram í tilkynningu frá henni.
Ásta Dís mun láta af störfum við lok dags 3. september. Fljótlega eftir helgi verður tilkynnt hver mun tímabundið gegna stöðu framkvæmdastjóra þar til búið er að ráða í stöðuna.