Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Árný Enoksdóttir er skattadrottning
Föstudagur 30. júlí 2004 kl. 13:34

Árný Enoksdóttir er skattadrottning

Í ár var það Árný Enoksdóttir úr Grindavík sem greiddi hæst opinber gjöld í Reykjanesumdæmi samkvæmt álagningarskrá. Árný sem er ekkja Guðmundar Þorsteinssonar, útgerðarmanns í Hópi í Grindavík, greiddi einar 102,3 milljónir króna í opinber gjöld. Næstir Árnýju eru þeir Einar og Benedikt Sveinssynir frá Garðabæ sem greiða rétt um 100 milljónir hvor um sig.

Það eru alls 65.139 manns sem greiða skatta í umdæminu sem gera tæpa 43 milljarða króna sem er um þriggja milljarða hækkun frá því í fyrra.

Íbúar Garðabæjar greiddu að meðaltali 864.837 krónur á einstakling og voru því næst hæstir í kjördæminu á eftir Seltjarnarnesi sem var með 867.046 krónur á einstakling.

Meðaltal álagðragjalda á einstakling eftir sveitarfélögum:

1. Seltjarnarnes kr. 867.046
2. Garðabær kr. 864.837
3. Grindavík kr. 688.618
4. Bessastaðahreppur kr. 688.046
5. Kópavogur kr. 666.575
6. Mosfellsbær kr. 647.784
7. Hafnarfjörður kr. 625.220
8. Reykjanesbær kr. 567.095
9. Vatnsleysustrandarhreppur kr. 530.451
10. Kjósarhreppur kr. 518.850
11. Gerðahreppur kr. 512.909
12. Sandgerði kr. 495.036

Hæstu gjaldendur í umdæminu, samkvæmt álagningarskránni eru eftirfarandi:

Árný Enoksdóttir, Grindavík. 102.274.369 krónur
Einar Sveinsson, Garðabæ, 100.081.542 krónur
Benedikt Sveinsson, Garðabæ, 97.809.830 krónur
Kristinn G. Kristinsson, Garðabæ, 66.584.782 krónur
Þorsteinn Vilhelmsson, Kópavogi, 59.791.895 krónur
Jón Magnússon, Garðabæ, 48.192.332 krónur
Jón B. Stefánsson, Seltjarnarnesi, 43.828.515 krónur
Oddur Sæmundsson, Reykjanesbæ, 34.476.977 krónur
Hilmar Kristinn Magnússon, Reykjanesbæ, 34.262.460 krónur
Sigurður Einarsson, Seltjarnarnesi, nú Bretlandi, 28.848.001 krónur.

Upplýsingar fengnar af vef Morgunblaðsins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024