Allir starfsmennirnir ættaðir frá Húsatóftum í Garði
Guðbergur Reynisson (Beggi) á og rekur fyrirtækið Cargoflutninga ásamt Elsu eiginkonu sinni og hafa þau rekið fyrirtækið frá miðju ári 2009. Cargoflutningar sjá um hraðflutninga fyrir fyrirtæki og einstaklinga milli höfuðborgarsvæðisins og Suðurnesja og fara 3 bílar fram og til baka tvisvar sinnum á dag fyrir og eftir hádegi.
Enginn pakki er of lítill né of stór og flytur fyrirtækið allt frá umslögum og varahlutum til húsgagna og stærri vörubretta.
„Árið 2009 var ég búinn að vera að selja bíla í tæp 15 ár. Við efnahagshrunið hrundi líka bílasala og uppsagnir voru óhjákvæmilegar. Hjá mér var ekki í boði að gera ekki neitt þannig að við ákváðum að stofna flutningaþjónustu. Og eins og allir vita þá verður maður að fara og sækja tækifærin því það kemur enginn með þau til þín, svo við byrjuðum með einn sendibíl og einn viðskiptavin. Fjórum og hálfu ári seinna eru bílarnir orðnir þrír og viðskiptavinirnir í kringum fjögur hundruð,“ segir sendibílstjórinn Guðbergur Reynisson.
Hringdu og fáðu tilboð í þína flutninga í síma 845-0900 eða [email protected]
(Úr blaðinu SUÐUR MEÐ SJÓ sem fylgdi Víkurfréttum 19. desember sl.)