Ævar bestur framkvæmdastjóra annað árið í röð
Keflvíski veitingamaðurinn Ævar Olsen var um helgina valinn framkvæmdastjóri ársins í Evrópu hjá bandarísku veitingastaðakeðjunni Fridays. Yfir 400 staðir innan keðjunnar eru staðsettir í Evrópu. Er þetta annað árið í röð sem Ævar hlýtur verðlaunin. Keðjan á sér langa sögu, allt aftur til ársins 1965, og er þetta í fyrsta sinn sem sami maður hlýtur þessi verðlaun tvö ár í röð. Ævar rekur Fridays í Smáralind en hann stofnaði veitingastaðinn Olsen Olsen við Hafnargötu á sínum tíma.
Frá þessu er greint á mbl.is.