Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Ætlum okkur að efla Sparisjóðinn - segir stjórnarformaður Spkef
Miðvikudagur 2. júní 2010 kl. 11:29

Ætlum okkur að efla Sparisjóðinn - segir stjórnarformaður Spkef

„Við ætlum okkur að efla sjóðinn, á því leikur enginn vafi. Það mun auðvitað taka einhvern tíma og margir eru orðnir langþreyttir á biðinni, því þetta hefur verið langt ferli. Sá tímarammi sem ný stjórn hefur gefið sér í fyrstu atrennu eru þrír mánuðir og vonandi verður fólk farið að skynja umfangsmiklar breytingar að þeim tíma liðnum,“ segir Ásta Dís Óladóttir, stjórnarformaður Spkef sparisjóðs.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eins og margoft hefur komið fram í umræðunni s.l. ár hefur traust og álit fjármálastofnana beðið hnekki. Ásta Dís segir að sparisjóðurinn sé þar engin undantekning. „

Þess vegna er það markmið stjórnar SpKef sparisjóðs að byggja upp traust og trúverðugleika meðal starfsmanna sjóðsins og viðskiptavina hans. Við gerum okkur grein fyrir því að það mun taka tíma, en við skulum líka hafa í huga að góðir hlutir gerast hægt. Það verkefni sem stjórnin telur brýnast nú er að klára þá vinnu sem stjórnvöld hafa lagt fyrir sjóðinn svo hægt sé að sinna viðskiptavininum að fullu. Við vitum öll að staða margra heimila og fyrirtækja er mjög erfið í kjölfar þess ástands sem ríkt hefur í samfélaginu undanfarin tæp 2 ár. Sparisjóðurinn þarf, eftir því sem hann hefur afl til, að koma til móts við viðskiptavini sína og gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að standa við skuldbindingar sínar. “

Ítarlegt viðtal er við Ástu Dís í Víkurfréttum á morgun.