Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Föstudagur 27. nóvember 1998 kl. 07:00

ÆSKUDÝRKUN Í ATVINNUAUGLÝSINGUM

Norræn ráðstefna um símenntun haldin í Keflavík. „Íslendingar verja árlega um 3 milljörðum til símenntunar starfsfólks en þó erum við taldir eftirbátar þeirra landa sem við berum okkur við. Vinnumarkaður 21. aldarinnar mun krefjast meiri sveigjanleika starfsmanna og hæfileikinn til að læra og tileinka sér nýja hluti mun vigta æ þyngra þegar vinnuveitendur ráða fólk til starfa“, sagði Kjartan Már Kjartansson, forstöðumaður Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum að lokinni norrænni ráðstefnu um símenntun á vinnumarkaði, sem haldin var á Flughóteli fimmtudag og föstudag í sl. viku. Miðstöð símenntunar og Nordisk folkliga akademi í Gautaborg stóðu saman að ráðstefnunni. Að sögn Kjartans gekk ráðstefnan gekk mjög vel og margt fróðlegt kom fram. Þátttakendur voru um 60 talsins og komu úr röðum fræðslustjóra og annarra stjórnenda fyrirtækja og stofnana víðs vegar af landinu. Þeir voru sammála um að hagsmunir starfsmanna og vinnuveitenda fari saman. Viðskiptavinir gera æ meiri kröfur um betri þjónustu og fyrirtæki og stofnanir verða að efla símenntun starfsmanna til þess að mæta þessum kröfum ellegar verða undir í hörðum heimi samkeppninnar. Á ráðstefnunni kynntu norrænir fyrirlesarar það helsta sem er að gerast í símenntunarmálum á hinum Norðurlöndunum. Þar kom m.a. fram að Svíar eru í herferð núna þar sem hundruðum milljóna er veitt til símenntunar. Meðal athyglisverðra mála sem komu fram er að æskudýrkun íslenskra fyrirtækja er sífellt að verða algengari. Tekið var mið af atvinnuauglýsingum í íslenskum blöðum. Dæmi voru tekin úr sunnudagsblöðum Morgunblaðsins þar sem flestar atvinnuauglýsingar á landsvísu birtast. „Draumastarfsmaðurinn þarf að hafa góða grunnmenntun, 3-4ra ára háskólanám, mikla starfsreynslu en má þó ekki vera eldri en 25 til 27 ára. Fólk á fimmtugsaldri á erfiðara með að skipta um starf ef ekki verður breyting á“, sagði Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar á ráðstefnunni. Hann sýndi hvernig óskastarfsmanni væri lýst í þessum auglýsingum og mátti sjá hástemmd lýsingarorð eins og „agaður, alúðlegur, áreiðanlegur, nákvæmur, kraftmikill, snyrtilegur, samviskursamur, vinnusamur, ávkeðinn, skipulagður og þjónustuglaður“, svo tekin séu dæmi úr upptalningu í könnun Gissuarar. Í auglýsingunum var óskað eftir ýmis konar færni og hæfileikum eins og „menntun, málakunnáttu, tölvukunnáttu, metnaði, vinnugleði, frumkvæði, reynslu, þægilegri framkomu, góðum talanda og óflekkuðu mannorði“, svo eitthvað sé nefnt úr langri upptalningu. „Hvað sýnir þessi greining á atvinnuauglýsingum?“. „Hún bendir til að störf sem eru í boði í dag á íslenskum vinnumarkaði kalli á færni og hæfileika sem einkenna samfélag sem breytist hratt úr veiðimanna - og iðnaðarsamfélagi í upplýsingasamfélag“, segir í skýrslu Gissurar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024