AÐGANGUR AÐ ERLENDUM MÖRKUÐUM
Í tengslum við sjávarútvegssýninguna í haust hyggst Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins kalla heim fulltrúa sína og kynna þeim hvað er að gerast í íslenskum sjávarútvegi og mynda tengsl við fyrirtæki hérlendis. Markaðs- og atvinnumálaskrifstofa Reykjanesbæjar mun annast undirbúning heimsóknar viðskiptafulltrúanna sem verður dagana 30-31. ágúst nk. og gefst forráðamönnum innflutnings- sem útflutningsfyrirtækja á Suðurnesjum þarna dýrmætt tækifæri til að stytta sér leið á markaði erlendis í gegnum viðskiptafulltrúana sem koma frá Rússlandi, Þýskalandi, Bretlandi, Frakklandi, Kína og Bandaríkjunum. Gert er ráð fyrir að fulltrúarnir ferðist í tveggja manna hópum og telur Ólafur Kjartansson, framkvæmdastjóri MOA, mikilvægt að fyrirtæki í þessum geira á Suðurnesjum hafi samband við MOA sem fyrst og komi óskum sínum um hvaða viðskiptafulltrúa þeir vildu helst fá í heimsókn á Suðurnesin á framfæri.