Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Aðalskoðun opnar í Reykjanesbæ
Þriðjudagur 4. janúar 2011 kl. 09:33

Aðalskoðun opnar í Reykjanesbæ

Aðalskoðun opnaði í morgun skoðunarstöð fyrir bifreiðar að Holtsgötu 52 í Reykjanesbæ. Þar gerir fyrirtækið ráð fyrir að geta skoðað allt að 30 bifreiðar á dag alla virka daga. Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að standsetja húsnæði fyrirtækisins en mikið af sérhæfðum búnaði er í skoðunarstöðinni.
Síðdegis í gær var opnun stöðvarinnar fagnað með vígslu stöðvarinnar þar sem gestum var boðið upp á ávörp, tónlistarflutning og veitingar, auk þess sem þeir Jafet Ólafsson, Bergur Helgason og Árni Sigfússon klipptu á borða til að opna Aðalskoðun í Reykjanesbæ formlega.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


Tónlistarmennirnir Júlíus og Baldur Guðmundssynir fluttu nokkur vel valin lög í tilefni dagsins.

Boðið var upp á léttar veitingar og hvað er betra en að nota bílalyftuna sem veisluborð.

Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson