77 eignir skiptu um eigendur í apríl
	Alls var 77 kaupsamningum þinglýst á Suðurnesjum í apríl. Þar af voru 46 samningar um eignir í fjölbýli, 26 samningar um eignir í sérbýli og 5 samningar um annars konar eignir. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Þjóðskrá Íslands.
	Heildarveltan var 2.460 milljónir króna og meðalupphæð á samning 31,9 milljón króna. 
	Af þessum 77 voru 66 samningar um eignir í Reykjanesbæ. Þar af voru 44 samningar um eignir í fjölbýli, 19 samningar um eignir í sérbýli og 3 samningar um annars konar eignir. 
	Heildarveltan var 2.172 milljónir króna og meðalupphæð á samning 32,9 milljónir króna.
				
	
				

 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				