70 MILLJÓN KR. HAGNAÐUR HJÁ SPARISJÓÐ Í KEFLAVÍK
Hagnaður Sparisjóðsins fyrstu sex mánuði ársins nam tæpum 70 milljónum króna fyrir skatta. Að teknu tilliti til skatta var hagnaðurinn um 50 milljónir króna. Til samanburðar má nefna að hagnaður fyrstu sex mánuði síðasta árs nam 55 milljónum króna fyrir skatta og hefur því aukist um 27%. Hagnaður eftir skatta jókst um 26%.Arðsemi eiginfjár var 16,3%, eiginfjárhlutfall var 9,41% og kostnaðarhlutfall 70,1%Vaxtatekjur Sparisjóðsins námu á tímabilinu 569,2 milljónum kóna og vaxtagjöld Sparisjóðsins urðu 362,1 milljón króna. Hreinar vaxtatekjur námu því 207 milljónum króna samanborið við 185 milljónir króna fyrir sama tímabil árið áður. Vaxtamunur, þ.e. hreinar vaxtatekjur í hlutfalli afmeðalstöðu fjármagns er 4,26%. Aðrar rekstrartekjur eru 124,3 milljónir króna á árinu og önnur rekstrargjöld 232,4 milljónir. Stærstu liðir annarra rekstrargjalda eru laun og launatengd gjöld 113,6 milljónir króna og annar almennur rekstrarkostnaður sem nam 108,8 milljónum króna. Framlag í afskriftareikning útlána var 29,7 milljónir króna en var 25,0 milljónir króna á sama tímabil síðasta árs.Heildarinnlán í Sparisjóðnum 30. júní 1999 ásamt lántöku námu 8,1 milljarði króna og heildarútlán ásamt markaðskuldarbréfum námu 9,0 milljörðum króna. Þann 30. júní 1999 var niðurstöðutala efnahagsreiknings 10,1 milljarðar króna og hafði hækkað á árinu um 798 milljónir eða 8,6%. Eigið fé Sparisjóðsins þann 30. júní 1999 nam 688,7 milljónum króna. Eiginfjárhlutfall Sparisjóðsins samkvæmt CAD-reglum er 9,41% en var 9,71%- árið áður.