Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

40 milljón dollara stálpípuverksmiðja rís í Helguvík
Föstudagur 24. maí 2002 kl. 13:20

40 milljón dollara stálpípuverksmiðja rís í Helguvík

Nú fyrir stundu voru undirritaðir samningar um byggingu stálpípuverksmiðju í Helguvík. Undirskriftir fóru fram á Ránni og voru það Valgerður Sverissdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ellert Eiríksson bæjarstjóri Reykjanesbæjar, Barry Bernsten forstjóri IPT og Pétur Jóhansson hafnarstjóri sem skrifuðu undir. Kostnaður við verkefnið er áætlaður um það bil 40 milljónir bandaríkjadala, en hráefniskostnaður verður um 10 milljónir bandaríkjadala.Fyrsta verksmiðjan verður 17.500 fermetrar á um það bil 43.000 fermetra lóð, en framleiðslugeta verksmiðjunar er áætluð um 175.000 tonn af stálrörum. Byggingaframkvæmdir á lóðinni hefjast tíu mánuðum eftir að lokið hefur verið við fjármögnun verkefnisins en Barry Bernsten sagði í samtali við Víkurfréttir að mjög líklegt væri að verksmiðjan yrði komin í gang um mitt ár 2004.

Talið er að verksmiðjan skapi um 200 stöðugildi en einhver hluti vinnuafls verður innfluttur fyrst um sinn vegna kennslu og þróunar hér á landi. Þá mun IPT á Íslandi framleiða stálrör samkvæmt alþjóðlegum stöðlum, að þvermáli um það bil 50-160 millimetra. Rörin verða af mestu gæðum sem þekkjast á markaði í dag, og verður hvert einasta rör þrýstiprófað á grundvelli ISO 9000 staðalsins.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024