3G á Suðurnesjum
Samskiptafyrirtækið Nova hóf þjónustu sína í desember í fyrra. Nova einbeitir sér að farsíma og netþjónustu og þar leggur fyrirtækið áherslu á möguleikana sem 3G, þriðja kynslóð farsíma veitir. Þjónustusvæði Nova fyrir farsíma og fartölvur nær um allt land en 3G þjónustan, sem veitir aðgang að háhraðainterneti, nær til höfuðborgarsvæðisins og auk þess til allra þéttbýlisstaða á Suðurnesjum. Þá er Nova langt komið með að byggja upp 3G samband á öllum helstu sumarbústaðasvæðum á SV-landi.
Í 3G felst að viðskiptavinir eru ekki aðeins í farsímasambandi heldur líka alltaf í háhraðanetsambandi í gegnum farsímann sinn, hvars em þeir eru staddir, og eru því ekki háðir föstu netsambandi.Nova er, eins og er, eina fyrirtækið sem tekur til bæjarfélaganna á svæðinu þó hin nái til viðskiptavina sinna á Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Jóakim Reynisson, framkvæmdastjóri tæknimála hjá Nova, segir að Nova bjóði jafnframt upp á almenna farsímaþjónustu um allan heim. „Á þeim svæðum sem 3G þjónustan nær til bjóðum við svo miklu meira en „bara“ farsímaþjónustu. Þar ertu kominn með mikið afþreyingarefni sem þú getur nálgast með einum takka á símanum þínum, m.a. sjónvarpsþætti eins og Kastljósið og jafnvel heilu stöðvarnar eins og MTV, CNN og Skífan TV. Auk þess er þetta allt á viðráðanlegu verði.“
Fyrir utan farsímaþjónustuna býður Nova upp á 3G internet í tölvuna þar sem hægt er að fá svokallaðan „3G pung“ sem tengist við fartölvuna og gefur háhraðatengingu hvar sem er innan dreifikerfis Nova.Jóakim sagði að enn sem komið er væri Nova ekki með verslun á svæðinu, en benti áhugasömum á að kynna sér málið á vef fyrirtækisins, www.nova.is þar sem hægt er að fá frekari upplýsingar og kaupa vörur og þjónustu þessa nýja og spennandi fyrirtækis.
Mynd: 3G pungurinn er tengdur við tölvuna með USB og gefur háhraðanetsamband innan þjónustusvæðis NOVA