Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

Föstudagur 29. janúar 1999 kl. 21:37

320 M.KR. LÁNVEITING TIL NESFISKS Í GARÐINUM

Nýverið undirrituðu forsvarsmenn Landsbankans á Suðurnesjum og Nesfisks í Garðinum lánasamning að upphæð 320 m.kr. Um er að ræða erlent myntkörfulán og var myntkarfan útbúin með það að markmiði að ná fjármagnskostnaði niður, en með hagstæðri fjármögnun verður hægt að greiða eldri og óhagstæðari lán. Báðir aðilar lýstu yfir ánægju sinni með samninginn og kom það fram í máli Bergþórs Baldvinssonar framkvæmdastjóra Nesfisks að með láninu myndi fjármagnskostnaður félagsins lækka verulega og jafnframt gefa félaginu svigrúm til að nýta ný sóknarfæri í framtíðinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024