Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

20% fleiri í millilandaflugi Icelandair
Þriðjudagur 7. júní 2016 kl. 06:14

20% fleiri í millilandaflugi Icelandair

Í maí flutti Icelanda­ir 320 þúsund farþega í milli­landa­flugi og voru þeir 20% fleiri en í maí á síðasta ári. Fram­boðsaukn­ing í sætis­kíló­metr­um nam 25%. Sæta­nýt­ing var 77,5% sam­an­borið við 79,7% í maí 2015. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Icelanda­ir.

Farþegar í inn­an­lands­flugi og Græn­lands­flugi voru 25 þúsund í maí sem er aukn­ing um 2% á milli ára.  

Fram­boð fé­lags­ins í maí var aukið um 6% sam­an­borið við fyrra ár. Sæta­nýt­ing nam 71,6% og jókst um 1,0 pró­sentu­stig á milli ára. Seld­um blokktím­um í leiguflugi fækkaði um 2% á milli ára.

Frakt­flutn­ing­ar í áætl­un­ar­flugi juk­ust um 9% frá því á síðasta ári.

Seld­um gistinótt­um á hót­el­um fé­lags­ins fjölgaði um 5% miðað við maí 2015. Her­bergja­nýt­ing var 79,4% en hún nam 79,0% í maí í fyrra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024