Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

13% færri farþegar um Keflavíkurflugvöll
Föstudagur 27. september 2002 kl. 14:17

13% færri farþegar um Keflavíkurflugvöll

Samkvæmt upplýsingum frá Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli fóru 880.792 farþegar um flugstöðina á fyrstu 8 mánuðum ársins eða frá 1. janúar til 31. ágúst. Á sama tímabili í fyrra fóru 1.015.157 farþegar um Keflavíkurflugvöll og eru farþegar því rúmlega 13% færri í ár miðað við sama tímabil í fyrra.Að sama skapi hafa lendingar flugvéla á Keflavíkurflugvelli dregist saman, en lendingar á fyrstu 8 mánuðunum í fyrra voru 7.134 en á sama tímabili í ár eru þær 6.154. Til gamans má geta að á fyrstu 8 mánuðum þessa árs eru lendingar flugvéla á Keflavíkurflugvelli um 25 á hverjum degi að meðaltali.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024