Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Viðskipti

12 túnfiska túr
Laugardagur 27. október 2012 kl. 10:02

12 túnfiska túr

Skipverjar á Stafnesi komu til Grindavíkur í gærkvöldi með 12 túnfiska sem veiddust eftir fimm daga túr. Skipið var að veiðum um 200 mílur suður af Reykjanesi. Aflinn fer á markaði í Japan, en mjög hátt verð er greitt fyrir túnfisk í Japan.

Stafnes er eini íslenski báturinn sem stundar túnfiskveiðar um þessar mundir. Hinsvegar stunda japönsk skip túnfiskveiðar á svipuðum slóðum. Í síðasta túr veiddi báturinn fjóra fiska, en heldur gekk betur að þessu sinni. Fiskarnir eru c.a 2 metrar á lengt og um 205 kíló að þyngt.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mbl.is greinir frá.