Stjórnarformaður KADECO: „Erum í öfundsverðri stöðu“
„Við erum í öfundsverðri stöðu,“ segir Ísak Ernir Kristinsson, stjórnarformaður Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, um það landrými sem nú stendur til að skipuleggja umhverfis Keflavíkurflugvöll.
„Ég skil ekki umræðu um flugvöll í Hvassahrauni. Tækifærin liggja í þessu ósnerta landi sem við höfum hér. Að flugvöllurinn hafi allt þetta svigrúm til að vaxa og dafna, bæði innan sem og utan girðingar. Við erum hér að horfa á vaxtarmöguleika utan girðingar. Ef við vinnum saman og vinnum rétt þá hámörkum við virði landsins og hámörkum hagsæld allra. Það er samt mikilvægt að segja það að land er einskins virði án skipulags,“ sagði Ísak jafnframt.
Í spilaranum með fréttinni er viðtal við Ísak Erni en á undan því má heyra það sem þau Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, Magnús Stefánsson bæjarstjóri í Suðurnesjabæ, Friðjón Einarsson frá Reykjanesbæ og Elín Árnadóttir aðstoðarforstjóri Isavia höfðu að segja við undirritun samstarfsyfirlýsingarinnar í dag.
Frétt um samstarfsyfirlýsinguna frá því fyrr í dag.