„Ég gefst ekki léttilega upp“
Ung(menni) vikunnar: Sesselja Ósk Stefánsdóttir
Sesselja Ósk Stefánsdóttir er sextán ára og kemur frá Keflavík. Sesselja syngur mikið en hún hefur sungið á Jólatónleikum Björgvins Halldórssonar svo eitthvað sé nefnt. Hún situr einnig í ungmennaráði Reykjanesbæjar og nemendafélagi Myllubakkaskóla.
Í hvaða bekk ertu?
Ég er í 10. bekk.
Í hvaða skóla ertu?
Ég er í Myllubakkaskóla.
Hvað gerir þú utan skóla?
Ég hitti annað hvort vini mína, er með fjölskyldunni eða fer í vinnuna.
Hvert er skemmtilegasta fagið?
Örugglega danska (aðallega út af kennaranum sem kennir dönsku).
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Til að vera alveg hreinskilin þá er það örugglega ég, af því að ég er alltaf að syngja ... eða Jórunn af því hún er alltaf að leika eða dansa á sviði.
Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Það eru bara svo margar góðar sögur, ég get ekki bara nefnt eina.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Örugglega Íris, besta vinkona mín, eða Svenni, kennarinn minn.
Hver eru áhugamálin þín?
Áhugamálin mín eru að syngja og félagsstörf. Ég er í ungmennaráði Reykjanesbæjar og nemendaráðinu í mínum skóla. Síðan auðvitað að vera með vinum mínum.
Hvað hræðistu mest?
Að missa einhvern sem ég elska og pöddur, þær eru ógeðslegar!
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Use Somebody - Kings of Leon.
Hver er þinn helsti kostur?
(Vinkona mín sagði) að það væri alltaf geggjað skemmtilegt að vera í kringum mig og að ég hlæ af öllu. Mér persónulega finnst líka bara helsti kostur við mig að ég gefst ekki léttilega upp og er búin að vinna fyrir öllu sem ég geri og á.
Hver er þinn helsti galli?
Ég tala stundum kannski aðeins of hátt og mikið.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
Örugglega TikTok eða Facetime.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Persónuleiki fólks, sérstaklega ef um er að ræða góðar manneskjur.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Mig langar að fara í góðan framhaldsskóla, síðan langar mig að verða enn þá betri söngkona, leikkona og halda fleiri og betri ræður.
Ef þú ættir að lýsa sjálfri þér í einu orði hvaða orð væri það?
Vinnusöm.