UNG: Þúsundir fylgjenda á TikTok
Óskar Kristinn Vignisson, oftast kallaður Kiddi, er fimmtán ára og kemur frá Keflavík. Hann hefur gaman af fótbolta og líkamsrækt. Í frítíma hans býr hann til TikTok-myndbönd en Kiddi er með nokkur þúsund fylgjendur á forritinu. Óskar Kristinn er ungmenni vikunnar.
Í hvaða bekk ertu? Ég er í 10. bekk.
Í hvaða skóla ertu? Heiðarskóla.
Hvað gerir þú utan skóla? Fer á fótboltaæfingar, ræktina eftir skóla en þegar ég er heima spila ég tölvuleiki og geri TikTok video.
Hvert er skemmtilegasta fagið? Íþróttir og árshátíðar leikritið en skemmtilegasta bóklega fagið er enska.
Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna? Persónulega ég, vegna þess að ég er með nokkur þúsund TikTok fylgjendur frá mörgum löndum. Ef ég ætti að velja annan en mig þá væri það örugglega Sóley Halldórsdóttir því hún er með marga fylgjendur líka.
Skemmtilegasta saga úr skólanum: Það var skemmtilegast og fyndnast á sýningu á leikritinu þegar eiginlega allt klúðraðist. Þrátt fyrir það skemmtum við okkur vel.
Hver er fyndnastur í skólanum? Það er Hildir Hrafn, þó djókin hans séu léleg þá er hann alltaf fyndinn!
Hver eru áhugamálin þín? Fótbolti, TikTok og fara út með strákunum, ekki spurning.
Hvað hræðistu mest? Ég hræðist mest hunda og að sjá ekki botninn í vatni og sjó.
Hvert er uppáhaldslagið þitt? Starlight - Dave.
Hver er þinn helsti kostur? Þegar það kemur að fótboltanum hleyp ég hratt. Annars finnst mér ég vera skemmtilegur.
Hver er þinn helsti galli? 100% vera óþolinmóður, sérstaklega í tölvunni.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Mest notuðu forritin eru TikTok en ég nota Snapchat og Insta ansi mikið.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er ekki feimið og þegar ég get talað lengi við fólk án þess að leiðast.
Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Klára framhaldsskóla og verða fasteignasali.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Fyndinn.