Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

UNG: Ofhugsa allt
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
föstudaginn 27. maí 2022 kl. 15:31

UNG: Ofhugsa allt

Drífa Magnúsdóttir

Drífa Magnúsdóttir er 14 ára og kemur frá Keflavík. Drífa æfir körfubolta og í nemendaráði Holtaskóla. Hún hefur gaman af því að fara á skíði og vera með vinum. Drífa er ungmenni vikunnar.

Í hvaða bekk ertu?
Ég er í 8. bekk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í hvaða skóla ertu?
Ég er í Holtaskóla.

Hvað gerir þú utan skóla?
Ég æfi körfubolta fjórum sinnum í viku og er mikið með vinum mínum fyrir utan skóla og svo er ég í nemendaráði Holtaskóla.

Hvert er skemmtilegasta fagið?
Það er örugglega íþróttir því þá erum við krakkarnir saman að gera einhvað skemmtilegt.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Úff örugglega Ásdís Elva því hún mun komast langt í körfunni.

Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Þegar við vorum að kasta brúsum á milli okkar og köstuðum óvart í kennara og hún varð öll rennandi.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Ég myndi segja Jóhann Þór og Anna María.

Hver eru áhugamálin þín?
Mér finnst gaman í körfubolta og mér finnst líka mjög gaman á skíðum.

Hvað hræðistu mest?
Ég er mjög hrædd við geitunga og býflugur.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Þau eru of mörg.

Hver er þinn helsti kostur?
Ég er skemmtileg og hæfileikarík.

Hver er þinn helsti galli?
Ég ofhugsa allt.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
Ég nota Snapchat og TikTok mjög mikið.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Mér finnst bestu eiginleikar hjá fólki vera traust og þegar fólk er gott og skemmtilegt.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla?
Mig langar að fara i framhaldsskóla og einbeita mér að körfunni.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?
Ég myndi segja skemmtileg.