Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

UNG: Alltaf til í að prófa eitthvað nýtt
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
föstudaginn 29. apríl 2022 kl. 06:46

UNG: Alltaf til í að prófa eitthvað nýtt

María Rán Ágústsdóttir er 16 ára og kemur frá Njarðvík. Hún hefur áhuga á félagsstörfum og fótbolta en hún æfir knattspyrnu með tveimur liðum, annars vegar 3. flokki stúlkna hjá RKV og hins vegar 3. flokki drengja hjá Njarðvík. Þá situr hún
einnig í Unglingaráði Fjörheima. María Rán er ungmenni vikunnar. 

Í hvaða bekk ertu? Ég er í 10. bekk.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

 Í hvaða skóla ertu? Akurskóla.

Hvað gerir þú utan skóla? Ég eyði mestum tíma í Fjörheimum þar sem ég er í Unglingaráðinu eða í Nettóhöllinni þar sem ég æfi fótbolta með tveimur liðum. Ég æfi með 3. flokki stúlkna í RKV og strákunum í Njarðvík. Síðan er ég er líka aðstoðarþjálfari í þremur flokkum hjá Njarðvík.

Hvert er skemmtilegasta fagið? Mér finnst skemmtilegast í stærðfræði.

Hver í skólanum þínum er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Ég held að Hermann eigi eftir að verða frægur, það eru margar ástæður fyrir því t.d. hefur hann mjög sterkar skoðanir á flestu og elskar athygli. Þess vegna held ég að hann verði frægur, hann verður líklega stjórnmálamaður.

Skemmtilegasta saga úr skólanum:
Það eru mjög margar skemmtilegar sögur úr skólanum. Það er alltaf svo gaman hjá okkur, eins og þegar við vorum að taka upp árshátíðarmyndbandið okkar þá gerðum við „falda myndavél“ á bekkjarbróðir okkar. Það var mjög skemmtilegt og fyndið.

Hver er fyndnastur í skólanum? Mér finnst Margrét mjög fyndin, hún kemur mér alltaf til að hlæja.

Hver eru áhugamálin þín? Ég hef mestan áhuga á félagsstörfum og fótbolta.

Hvað hræðistu mest? Ég hræðist mest að verða drepin en það er örugglega bara af því að ég horfi á of mikið af „true crime.“

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Uppáhaldslagið mitt núna er No Pressure með Justin Bieberþ

Hver er þinn helsti kostur? Ég er mjög mikill nagli og skemmtileg. Ég er líka alltaf til í að prófa eitthvað nýtt.

Hver er þinn helsti galli? Ég á það stundum til að verða pirruð yfir litlum hlutum.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Það eru örugglega Snapchat og Instagram.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Þegar fólk er fyndið og er gott í samskiptum.

Hvað langar þig að gera eftir grunnskóla? Ég ætla að klára framhaldsskóla og svo langar mig að flytja til útlanda og spila fótbolta.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Öflug!