Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Þú lest það  í Víkurfréttum
Föstudagur 4. október 2024 kl. 06:06

Þú lest það í Víkurfréttum

Lestur Víkurfrétta er fræðandi um mannlíf á Suðurnesjum og einnig oft góð skemmtun. Í síðasta blaði voru Grindvíkingar fulltrúar Suðurnesjamanna á Sjávarútvegssýningunni, þrátt fyrir að sauðfjárbúskapur væri þeirra helsti lífsstíll. Mikilvægt er að koma upp vistheimili barna í Reykjanesbæ á sama tíma og niðurrif Garðasels er undirbúið og langtímaveikindi starfmanna Reykjanesbæjar kosta 200 milljónir á ári. En það á ekki bara að rífa Garðasel, heldur líka Nýja bíó. Þar með mun ljúka áratuga bíó sögu Keflavíkur. Þótt Félagsbíó hafi tæknilega ekki verið rifið, þá má segja að breyta bíói í Bónusverslun sé tæknilegt niðurrif. Brotthvarfi bíóhússins á Hafnargötu fylgir uppbygging á háhýsi með íbúðum, verslunum og tilheyrandi þjónustu, allt í takt við nýja tíma. Útsýni af efstu hæð yfir faxaflóann og kjörstaða til að fylgjast með framvindu mála í kísilverinu góða. SAMblokkin verður bæjarprýði. Ég er viss um það.

Meðan undirbúningur háhýsabygginga á sér stað í Reykjanesbæ, funda almannavarnir í Vogunum. Það er ekkert grín en nýjustu eldstöðvarnar eru nær Vogum en Grindavík. Áður en hraunið kemst í Vogana rennur það víst yfir Reykjanesbrautina. Ég vil síður hugsa þá hugsun til enda að Reykjanesbrautin verið hraunflæði að bráð, áður en það tekst að tvöfalda hana alla leið. En sá möguleiki er í stöðunni. Mesta lífið á Suðurnesjum er án nokkurs vafa í bæjarfélaginu sem ber besta nafnið, Suðurnesjabæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í fyrri tölublöðum Víkurfrétta má lesa hvernig bæjarfulltrúum í þessu nýsameinaða sveitarfélagi Garðs og Sandgerðis reynist nær ómögulegt að staðsetja einn knattspyrnuvöll lagðan gervigrasi. Tekjur Sandgerðishafnar aukast, í Sandgerði er nú að finna hágæða bónstöð og bílageymslu og hinn eini sanni Jón Norðfjörð mærir sameininguna undir fyrirsögninni Sandgerði, fallega Sandgerði en ljóst virðist vera miðað við þetta að íbúar Suðurnesjabæjar munu eins og íbúar Reykjanesbæjar aldrei taka upp hið nýja nafn, heldur nota hin gömlu til æviloka. Svo er það fólkið sem vill byggja upp og bæta. Það mætir auðvitað bara mótlæti því sums staðar er virðist aðalskipulagið bara vera meitlað í stein. Það á bara alls ekki að leyfa frístundabyggð á Stóra Hólmi í Leiru. Það er skilgreint sem íþróttasvæði. Líklega einvher besta hugmynd sem fram hefur komið í fjöda ára og mun ekki gera neitt nema að styrkja rekstur golfvallarins í Leiru.

Að lokum auglýstu Víkurfréttir eftir hlaðvarpsgerðarfólki. Ég ætla að hoppa á vagninn - og hvet alla sem áhuga hafa á fjölmiðlun að láta ljós sitt skína. Hvet ykkur til að hlusta þegar það kemur í loftið. Þar verður ekki töluð vitleysan. Góðar stundir!