Sól í hjarta
Þrátt fyrir að sumarið hafi farið illa af stað veðurlega séð rættist heldur betur úr því. Löngum þurrkakafla frá júnímánuði þurfti akkúrat að ljúka í Ljósanæturvikunni – og það með látum. Ljósanóttin var samt haldin með stæl þökk sé útsjónarsemi þeirra sem að skipulagningu hátíðarinnar komu. Gestir mættu með sól í hjarta og létu veðrið ekki trufla sig heldur tóku þátt og nutu alls þess besta sem Reykjanesbær hefur upp á að bjóða. Áframhaldandi meistarataktar ef svo má segja því þetta sumarið eignuðumst við Íslandsmeistara í golfi og heimsmeistara í hestaíþróttum og dansi. Það er glæsilegur árangur sem ber að fagna.
Sumrinu er ekki lokið. September er sumarmánuður. Með sól í hjarta og bjartsýni að leiðarljósi eru okkur allir vegir færir. Ferðaþjónustan blómstrar og þar eru Suðurnesin fallegasta stúlkan á ballinu eins flugrekstrarfrumkvöðullinn sagði hér um árið.
Hann hafði rétt fyrir sér.