Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Sjómannadagurinn
Jón Steinar Sæmundsson
Jón Steinar Sæmundsson skrifar
sunnudaginn 6. júní 2021 kl. 06:13

Sjómannadagurinn

Nú þegar Sjómannadagurinn nálgast, dagurinn sem tileinkaður er hetjum hafsins, sjómönnunum okkar, þá er gaman að segja frá því að þó svo að hann hafi ekki verið lögskipaður sem frídagur sjómanna fyrr en 1987 þá var hann fyrst haldinn hátíðlegur þann 6. júní árið 1938 í Reykjavík og á Ísafirði.

Sjómanna- og fjölskylduhátíðin Sjóarinn síkáti í Grindavík hefur verið haldin síðan 1996 þegar ákveðið var að lyfta deginum á hærra plan og gera þetta að hátíðarhelgi. Hátíðin með öllum sínum viðburðum, hvort heldur er skrúðganga hverfanna, bryggjuball, skemmtisiglingin, leiktækin , skreytingakeppni hverfanna eða viðburðir skemmtistaðanna, hefur fest sig í sessi sem ein skemmtilegasta og fjölbreyttasta bæjarhátíð landsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sjóarinn síkáti var ekki haldin í fyrra út af dottlu en við skulum vona að Eyjólfur hressist og fljótlega verði hægt að koma saman, skella í góða skrúðgöngu og lyfta andanum ærlega upp í tilefni dagsins.