Heklan
Heklan

Pistlar

Rýr uppskera
Föstudagur 5. maí 2023 kl. 06:00

Rýr uppskera

Í ár eru 50 ár frá því Keflavík varð síðast Íslandsmeistari í knattspyrnu og 15 ár frá því félagið komst næst því að endurheimta hann en titillinn rétt rann úr greipum þess árið 2008.

Keflavík varð síðast Íslandsmeistari karla í körfuknattleik árið 2008 og Njarðvík árið 2006. Tíu ár eru síðan Grindvíkingar tóku Íslandsbikarinn í körfu. Konurnar í Keflavík og Njarðvík urðu Íslandsmeistarar árin 2017 og 2022.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk

Áhorfendur á síðasta heimaleik Keflavíkur í knattspyrnu voru 275. Aðsókn á heimaleiki félagsins er ein sú versta í Bestu deildinni.

Nýlega kynntu bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ metnaðarfulla tillögu um uppbyggingu á íþróttamannvirkjum við Afreksbraut. Njarðvík fær útsýni í aðra áttina, Keflavík í hina. Í bæjarfélagi sem var sameinað 1994.

Nú búa í Reykjanesbæ ríflega 20.000 manns, af þeim eru 30%af erlendu bergi brotin. Ráðast þarf í átak til að fá alla íbúa sveitarfélagsins til að vera sem ein heild. Það er ekki einfalt mál - en verður best gert í gegnum íþróttafélögin. Eða íþróttafélagið.

Því er rétt að endurtaka orð formanns aðalstjórnar Reynis í Sandgerði í aðsendri grein í Víkurfréttir nýlega. Þau eiga víða við.

Félögin voru nefnilega ekki búin til fyrir merkið og búningana, þau voru stofnuð fyrir samfélagið og fólkið sem þar býr.

VF jól 25
VF jól 25