Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Reykjanesviti - Valahnúkur og hálfvitinn
Jón Steinar Sæmundsson
Jón Steinar Sæmundsson skrifar
sunnudaginn 12. september 2021 kl. 06:55

Reykjanesviti - Valahnúkur og hálfvitinn

Fyrsti viti á Íslandi var reistur árið 1878 og var staðsettur uppi á Valahnúk á Reykjanesi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Árið 1896 urðu jarðskjálftar sem röskuðu undirstöðu vitans og varð þá ljóst að byggja varð nýjan vita. Sá viti sem nú stendur var reistur árið 1907 en kveikt á honum 20. mars árið 1908. Vitinn skemmdist töluvert í jarðskjálfta árið 1926. Vitinn er 31 metra hár (22 metrar upp á pall), og stendur á Bæjarfelli, nokkuð upp af Valahnjúk, þar sem fyrsti vitinn stóð. Þeirri staðsetningu fylgdi þó sá galli að Skálafell skyggir á vitann séð úr suðaustri.

Þess vegna var reistur annar lítill viti úti á Skemmum og kalla sumir hann hálfvitann vegna smæðar sinnar samanborið við stóra bróður.