Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Rauð eða hvít jól?
Jón Steinar Sæmundsson
Jón Steinar Sæmundsson skrifar
sunnudaginn 19. desember 2021 kl. 06:27

Rauð eða hvít jól?

Rauð jól eða hvít jól? Þetta er spurning sem margir spyrja sig að, ja eða öllu heldur veðurfræðingana. Mörgum finnst einfaldlega jólin ekki fullkomnuð nema snjór sé yfir jörðu.

Það er óneitanlega bjartara yfir að líta þegar snjór hylur grund og á köflum fallegra. Rauð eða hvít, þá koma jólin hvort sem okkur líkar það betur eða verr.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kæru lesendur.

Ég vona að kærleikurinn verði ykkur ofarlega í huga um jólin er þið setjist við allsnægta borðið með „jólakúlunni“ ykkar. Gleymum samt ekki þeim sem þangað er ekki boðið og munum að margir eiga um sárt að binda. Hugsum fallega til þeirra, ekki bara um jólin heldur alltaf.

Gleðileg jól og farælt komandi ár.

Jón Steinar Sæmundsson.