Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Ótíð ...
Jón Steinar Sæmundsson
Jón Steinar Sæmundsson skrifar
laugardaginn 5. mars 2022 kl. 08:08

Ótíð ...

Margir sjómenn sem lengi hafa verið til sjós segja gjarnan að til þess að endast í starfinu sé gott að vera eins fljótur að gleyma brælunum og þær koma.

Sé þetta raunin hlýtur það sem af er árinu að vera í algjörri þoku hjá hetjum hafsins. Frá áramótum hefur hver lægðin rekið aðra með sínum stormum, ofsaveðrum, ofankomu, flóðum, samgöngutruflunum og svo líka brælum á miðunum kringum landið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þegar svo veðrinu slotar þarf að sæta lagi til að komast úr og í höfn til að nota þessa stuttu glugga á milli lægða og getur oft reynst erfitt að fá gott lag á þeirri leið. Við vissar aðstæður geta ólögin verið fljót að myndast eins og nokkrir bátar sem voru á leið um innsiglinguna til Grindavíkur á dögunum fengu að reyna.

Blíðuveður var þennan dag, norðan sex metrar og bjart veður, en þegar norðangolan mætir krappri sunnanbárunni þá ýfist sjórinn upp og brimar snögglega og dettur svo niður jafn snöggt aftur.

Látum myndirnar tala sínu máli ...