Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Njótum!
Sunnudagur 21. ágúst 2022 kl. 08:04

Njótum!

Það gýs á ný. Erlendir ferðamenn sem og íslenskir náttúruunnendur streyma að Fagradalsfjalli til að sjá dýrðina. Í þúsundavís á degi hverjum. Björgunarsveitir sem reknar eru í sjálfboðavinnu sjá um eftirlitið og allt er frítt. Nema bílastæðin. Nú hefur svo vandast málið. Það vantar salerni. Hver ætlar að redda því? Það þarf að vera frítt líka. 

Er ekki rétt að það verði almenn gjaldtaka fyrir að ganga upp að gosi. Svo verði boðið uppá almennilega þjónustu. Ekki bara fiskinn hans Issa þótt hann sé frábær.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Við skulum reyna gera þetta vel áður en kemur að töku þrjú. 

Svo skuliði spyrja Vestmannaeyinga hvernig var að fá svona hamfarir beint í bæjardyrnar. Við skulum njóta meðan hægt er.