Möstrin í bakgarðinum
Möstrin í bakgarðinum. Til hvers eru eða voru þau?
Möstrin voru reist fyrir hlustunarstöð fyrir Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli. Sendistöðin var við Rockville á Miðnesheiði en móttökumöstrin í Grindavík. Önnur svipuð stöð var austur á Hraunssandi en var rifin á sjöunda áratugnum. Þessi stöð er enn í notkun og þjónar hluta til Símanum.