Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Pistlar

Lokaorð: Innviðir
Föstudagur 3. júní 2022 kl. 07:43

Lokaorð: Innviðir

Ég hef fylgst spenntur með jarðhræringum á Reykjanesskaga undanfarnar vikur. Mér finnst ráðamenn á Suðurnesjum furðu rólegir yfir þessu öllu saman. 

Ef það færi nú að gjósa einhversstaðar verulega nærri Grindavíkurbæ eða Bláa lóninu. Hvað ætlum við þá að gera?

Eru til einhverjar áætlanir ef hraun fer að renna yfir Grindavík eða orkuverið í Svartsengi? Hvernig verður með heitt vatn og rafmagn fyrir íbúa Suðurnesja? Verða Grindvíkingar flóttamenn í eigin landi fari híbýli þeirra undir hraun?

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ég reyni að fylgjast vel með en hef kannski misst af allri umræðu um hvernig eigi að bregðast við komi upp eldgos á versta stað.

Eða á að bregðast eigi við þessari vá eins og öðrum íslenskum vandamálum. Þetta reddast bara – en kannski reddast þetta ekki. Hvað ætla nýkjörnir ráðamenn að gera þá?

Spurningunni hefur allavega verið varpað fram hér í Víkurfréttum.