Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Hvatningin: Jákvætt viðhorf hjálpar í öllum aðstæðum
Laugardagur 9. nóvember 2019 kl. 07:14

Hvatningin: Jákvætt viðhorf hjálpar í öllum aðstæðum

Við veljum ekki hvaða verkefni lífið færir okkur. En þannig er nú lífið. Hins vegar hefur maður val um hvernig mann langar til þess að takast á við þau lífsverkefni. Í flestum tilfellum er lífið skemmtilegt og við fáum jákvæð verkefni til að takast á við. Flestir fá tækifæri til að mennta sig og útskrifast, gifta sig, eignast börn, ferðast og mér hefur borið gæfa til að gera allt þetta. Einnig fáum við sum þau erfiðu verkefni eins og að lenda í veikindum, fá krabbamein, ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Það hefur verið lífssýn mín og eiginleiki að vera jákvæð og alltaf full bjartsýni. Kannski hjálpar það við að lækna krabbann, það alla vega hjálpar mér að takast á við hann. Það er val með hvaða hugarfari maður tekst á við verkefnin. Þess vegna segi ég að betra er að vera með glasið hálf-fullt frekar en hálf-tómt því það gerir lífið svo miklu jákvæðara og skemmtilegra.

Eigið góðan dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kveðja,

Steina Þórey Ragnarsdóttir,

ljósmóðir.