Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Gabríel Már stefnir hátt
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
þriðjudaginn 19. apríl 2022 kl. 11:21

Gabríel Már stefnir hátt

Gabríel Már Elvarsson er nítján ára og kemur frá Keflavík. Hann var þjálfari Gettu betur liðs Fjölbrautaskóla Suðurnesja og stefnir að því að útskrifast í vor. Gabríel hefur gaman af því að leika, spila póker og horfa á fótbolta. Gabríel er FS-ingur vikunnar.

Á hvaða braut ertu?
Ég er á fjölgreinabraut og útskrifast núna í vor ... vonandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hver er helsti kosturinn við FS?
Helsti kostur FS er félagslífið, hversu nálægt skólinn er og JÁJÁ útihátíðirnar.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Líklegast Lárus Logi, því hann er það eiginlega núna en hann er alltaf að verða stærri og stærri á TikTok. Það hlýtur að skila einhverju.

Skemmtilegasta sagan úr FS:
Dansaði með ókunnugri stelpu á JÁJÁ 2020. Endaði að svo að verða framtíðarkærastan mín.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Jóna Marín.

Hver eru áhugamálin þín?
Póker, leiklist, fótbolti (að horfa á, ekki spila) og Gettu betur.

Hvað hræðistu mest?
Ég hræðist það að drukkna.

Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Uppáhaldslagið mitt er Út í geim með Birni.

Hver er þinn helsti kostur?
Minn helsti kostur er ég er mjög bjartsýnn og jákvæður.

Hver er þinn helsti galli?
Ég er mjög mikill sóði.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
Twitter, ég hata að tísta en á sama tíma er ég alltaf þar.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Besti eiginleiki í fólki er jákvæðni og að geta hlustað og skilið mann.

Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Stefnt er hátt, ég ætla að læra sjúkraþjálfun og reyna mitt allra besta að vera sjúkraþjálfari í Bretlandi og vinna með fótbolta- eða Formúlu 1-liðum.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?
Góðhjartaður.