Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Pistlar

Fyndnust í skólanum
Thelma Hrund Hermannsdóttir
Thelma Hrund Hermannsdóttir skrifar
föstudaginn 11. mars 2022 kl. 06:34

Fyndnust í skólanum

Helena Mjöll Vilhjálmsdóttir er sautján ára og kemur frá Njarðvík. Hún hefur gaman af því að ferðast, skemmta sér með vinum sínum og tekur þátt í eins miklu félagslífi og hún getur. Hún er FS-ingur vikunnar.

Hvað ertu gömul?
Ég er sautján ára gömul.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Á hvaða braut ertu?
Félagsvísindabraut.

Hver er helsti kosturinn við FS?
Fólkið í FS, kennararnir og starfsfólkið, svo eru nemarnir ágætir.

Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Kamilla Rós, raunveruleikastjarna.

Skemmtilegasta sagan úr FS:
Skemmtilegasta sagan úr FS var mögulega að vinna með vinum mínum í 4% verkefni í átta klukkutíma. Takk Lovísa Larsen.

Hver er fyndnastur í skólanum?
Ég, klárlega.

Hver eru áhugamálin þín?
Áhugamálin mín eru að tengja lífið mitt við allar Disney myndir sem ég horfi á og að taka þátt í eins miklu félagslífi og ég líffræðilega get.

Hvað hræðistu mest? Börn og norskar myndir sem eru sýndar á RÚV.

Hvert er uppáhaldslagið þitt? Uppáhaldslagið mitt á þessari stundu er Like I Want You - Giveon.

Hver er þinn helsti kostur?
Það er klárlega allt of erfitt að velja aðeins einn hlut en er hjálpsöm og mikill stuðningur fyrir þá í kringum mig.

Hver er þinn helsti galli?
Helsti galli er allan daginn að ég sef alltaf yfir mig, án gríns á hverjum degi.

Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum? Mest notuðu forrit hjá mér eru Spotify, Snapchat og Hopp appið.

Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Ákveðni, að standa fyrir sínu er hreinlega mjög mikilvægt fyrir mér.

Hver er stefnan fyrir framtíðina? Ég er nú langt frá því að vera viss um hvert lífið mitt ætlar en ég stefni á að ferðast og koma mér af þessari eyju sem fyrst.

Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það? Æði.