FS-ingurinn: Vill hafa styttri skóladaga í FS
Ásta Rún er fyndnasti nemandinn í FS og Ásdís Pálma er uppáhaldskennarinn, segir Rakel Ósk Árnadóttir, 16 ára nemandi á hársnyrtibraut.
Rakel Ósk Árnadóttir er FS-ingur vikunnar en hún er á hársnyrtibraut og segir einn besta kostinn við skólann hvað það er stutt að ganga heim til sín.
Á hvaða braut ertu?
Hársnyrtibraut.
Hvaðan ertu og hvað ertu gömul?
Keflavík og sextán ára gömul.
Hver er helsti kosturinn við FS?
Stutt að labba heim.
Hver eru áhugamálin þín?
Dans og mótorsport.
Hvað hræðistu mest?
Skordýr.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
María Björg, af því hún er alltaf syngjandi.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Ásta Rún.
Hvað sástu síðast í bíó?
Frozen 2.
Hvað finnst þér vanta í mötuneytið?
Orkudrykki.
Hver er helsti gallinn þinn?
Ég er of þrjósk.
Hver er helsti kostur þinn?
Ég er ótrúlega góð vinkona.
Hvaða þrjú öpp eru mest notuð í símanum þínum?
Netflix, Snapchat og Youtube.
Hverju myndir þú breyta ef þú værir skólameistari FS?
Hafa styttri skóladaga.
Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks?
Góður persónuleiki.
Hvað finnst þér um félagslífið í skólanum?
Bara ágætt.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Hársnyrtir.
Hvað finnst þér best við að búa á Suðurnesjum?
Nálægt fjölskyldu.
Uppáhalds...
...kennari:
Ásdís.
...skólafag:
Hárgreiðsla.
...sjónvarpsþættir:
The Flash.
...kvikmynd:
Burlesque.
...hljómsveit:
Panic at the Disco.
...leikari:
Grant Gustin og Stephen Amell.