FS-ingur vikunnar: Hræðist höfnun
Andri Sævar Arnarsson er átján ára og lýsir sér sem sönnum Keflvíkingi. Hann þjálfar Taekwondo og er formaður Vox Arena. Andri er ræðumaður í liði Fjölbrautaskóla Suðurnesja í ræðukeppninni MORFÍs. Hann er einnig að leika í leikritinu Grease sem fjölbrautaskólinn er að setja upp í samstarfi við Leikfélag Keflavíkur.
Á hvaða braut ertu?
Ég er á íþrótta- og lýðheilsubraut.
Hver er helsti kosturinn við FS?
Helsti kosturinn við FS er sá að félagslífið er að verða miklu betra, fjölbreyttara og skemmtilegra.
Hvaða FS-ingur er líklegur til að verða frægur og hvers vegna?
Róbert Andri er líklegastur til að verða frægur. Hann er bara sjúklega skemmtilegur, æðislegur söngvari og gítar spilari.
Skemmtilegasta sagan úr FS:
Það hefur náttúrulega allt verið frekar dautt undanfarið en skemmtilegasta sagan er mögulega síðasta JÁJÁ þegar það voru einhverjir gæjar að hoppa ofan á tjöld og svona.
Hver er fyndnastur í skólanum?
Róbert er langfyndnastur.
Hver eru áhugamálin þín?
Mín helstu áhugamál er leiklist, hreyfing og félagsskapur, ef það er hægt að telja það sem áhugamál.
Hvað hræðistu mest?
Ég hræðist langmest höfnun. Get hana ekki, þoli hana ekki en hey, stundum þarf maður bara að bíta á jaxlinn.
Hvert er uppáhaldslagið þitt?
Ég get eiginlega ekki valið mér eitt uppáhaldslag en uppáhaldshljómsveitin mín er KALEO. Bubbi er líka alltaf í uppáhaldi.
Hver er þinn helsti kostur?
Minn helsti kostur er að ég er alltaf til í að gera eitthvað.
Hver er þinn helsti galli?
Minn helsti galli er að ég get eiginlega aldrei ákveðið mig.
Hvaða forrit eru mest notuð í símanum þínum?
Helstu forrit sem ég nota eru Instagram, Snapchat og Messenger. Hvaða eiginleiki finnst þér bestur í fari fólks? Ég held að besti eiginleiki í fari fólks sé heiðarleiki eða húmor.
Hver er stefnan fyrir framtíðina?
Stefnan mín fyrir framtíðina er að fara í skóla úti, ég er einmitt að fara til New York í júní að læra leiklist í smá tíma. Svo bara reyna að finna eitthvað sem mér finnst skemmtilegt að gera.
Ef þú ættir að lýsa sjálfum þér í einu orði hvaða orð væri það?
Óákveðinn.