Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Eldgosið og afleidd áhrif þess
Jón Steinar Sæmundsson
Jón Steinar Sæmundsson skrifar
sunnudaginn 13. júní 2021 kl. 07:04

Eldgosið og afleidd áhrif þess

Það er nú kannski að bera í bakkafullann lækinn að tala um eldgosið – en samt…

Nú þegar höftum á ferðafrelsi er að létta og túristinn fer að láta sjá sig í ríkara mæli skyldi maður ætla að það væri heppilegt að hafa eitt eldgos hér á Reykjanesinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Aðdráttarafl eldgossins er mikið og ferðamaðurinn sem kemur til þess að berja það augum hann þarf á ýmissi þjónustu að halda, versla sér mat, leigja bíl, kaupa gistingu og fleira eins og alltaf áður og er kominn kippur í sölu hjá söluaðilum slíkrar þjónustu á svæðinu. Það er allskonar í boði í öllum landshlutum en enginn annar sem býður upp á gott eldgos nema við hér á Reykjanesinu.

Er ekki í lagi að það logi í þessu aðeins lengur?