Dagbók Palla Bjöss
Þetta eru svo sannarlega skrýtnir tímar sem við lifum þessa dagana svo ekki sé nú meira sagt. Aldrei hefur maður upplifað annað eins rask á hinu daglega lífi eins og þessar síðustu vikur og manni líður eins og maður sé staddur í einhverri vísindaskáldsögu eftir Jules Verne – en svo er nú ekki og því er ekkert fyrir mann að gera nema aðlaga sig að þessum óvenjulegu aðstæðum. Þennan daginn fór ég á fætur um kukkan 7:30 en fótaaferðartíminn hefur breyst eins og allt annað, fékk mér mitt hefðbundna bulletproof kaffi, leit til veðurs og renndi yfir fréttir dagsins.
SMELLTU HÉR TIL AÐ LESA DAGBÓKINA