Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Andsk… ótíð og aflahrun
Erling við komuna til Njarðvíkur úr prufutúrnum.
Gísli Reynisson
Gísli Reynisson skrifar
föstudaginn 28. janúar 2022 kl. 07:12

Andsk… ótíð og aflahrun

Þann tíma sem ég var á sjó fyrir nokkrum árum síðan voru ansi margir með mér á sjó bæði á Bergi Vigfúsi GK og Þór Péturssyni GK sem áttu það til að blóta ansi mikið. Í raun blóta í annar hverri setningu. Oftast var nú kokknum kennt um eða þá að skipstjórinn, eða þá veðrinu var blótað í sand og ösku.  

Og eins og veðráttann er búinn að vera núna í janúar þá eiga þessir gömlu sjófélagar mínir og blótsyrði þeirra alveg heima núna þennan vægast sagt ömurlega janúar mánuð. Því það er alveg hægt að blóta þessum vægast sagt slæma janúar mánuði... já, með allskonar orðum. Önnur eins ótíð hefur varla verið hérna sunnanlands og er þvílíkt aflahrun í höfnum hérna á Suðurnesjunum.  

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sem dæmi hafa minni línubátarnir mest aðeins komist í 6 til 7 róðra hver bátur og af þeim bátum sem landa á Suðurnesjunum er Margrét GK aflahæst með 44 tonn í 6 róðrum.  Í janúar 2021 var Margrét GK með 122 tonn í 16 róðrum.  Ef Margrét GK nær 10 róðrum núna í janúar 2022 verður það að teljast ansi vel gert.

Aflahrunið hjá dragnótabátunum er líka skelfilegt. Til dæmis Sigurfari GK sem er stærsti dragnótabáturinn, hann er núna kominn með 44 tonn í aðeins 6 róðrum, en var með 103 tonn í 14 róðrum í janúar 2021. Sömuleiðis ef hann nær 10 róðrum núna í janúar þá er það fjandi gott.  

Mest er þó hrunið hjá netabátunum. Til dæmis var Grímsnes GK með 240 tonn í 17 róðrum í janúar 2021. Núna er báturinn aðeins kominn með 13,5 tonn í 2 róðrum og miðað við hvað það eru fáir dagar eftir af janúar þegar þessi pistill kemur þá þarf að gerast kraftaverk ef Grímsnes GK á að ná í 100 tonn í janúar. Sigvaldi skipstjóri á Grímsnesi GK eða Grímsa eins og hann kallar bátinn, er að eltast við ufsann og með trossur sínar út á Hrauni út frá Grindavík. Náði þar fyrir rúmri viku um 9 tonnum í einum róðri og mest af því ufsi eða um 7,8 tonn.  

Hraunsvík GK byrjaði árið 2022 með fullfermi eða 13,5 tonn í einni löndun, komst síðan í annan róður sem var um 6 tonn og síðan ekkert meira. Í janúar 2021 var Hraunsvík GK með 49 tonn í 16 róðrum. Engar líkur á að báturinn nái þeim afla eða hvað þá 10 róðra.

Þessi ömurlega tíð hefur kannski komið sér vel fyrir áhöfnina á Erling KE sem eins og fram hefur komið, varð eldsvoði í Erling KE 140 þar sem hann lá í Njarðvík og tilbúin til veiða. Tjónið var það mikið að báturinn er dæmdur ónýtur en sem betur fer átti Hólmgrímur netabátinn Langanes GK í geymslu í Njarðvíkurslipp. Hlutirnir voru fljótir að gerast því að Langanes GK var settur á flot og unnið í bátnum og hann gerður klár til veiða með netum og öllu sem því fylgdi úr Erling KE. Á endanum kaupir Saltver Langanes GK og fékk nafnið Erling KE 140. Þessi nýi Erling KE er bátur númer 3 á þessari öld með þessu nafni. Árið 1995 var bátur númer 120 keyptur frá Grindavík, en hann hét þar Höfrungur II GK 27, sá bátur varð Erling KE 140 og var með því nafni til ársins 2003, þegar 233 báturinn var keyptur og fékk hann nafnið Erling KE 140. Sá bátur víkur núna fyrir 1202 bátnum.

Ég smellti mér í Njarðvík og myndaði Erling KE þegar hann kom úr sínum fyrsta túr, en um var að ræða prufutúr þar sem að Dóri skipstjóri og áhöfn hans var að athuga hvort allt virkaði ekki eins og það á að virka. Gekk túrinn vel þó að aflinn væri ekki mikill, aðeins um 2,5 tonn.

Stutt myndband er í spilaranum hér að neðan þar sem báturinn sést sigla að bryggju í Njarðvík.