Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Aftur til veiða eftir hrygningarstopp
Föstudagur 30. apríl 2021 kl. 07:44

Aftur til veiða eftir hrygningarstopp

Mikið var þetta nú ljúft. Þegar þessi pistill er skrifaður þá loksins var fyrsta alvöru blíðan hérna í apríl, því að aprílmánuður er búinn að vera svo til frekar erfiður gagnvart veðrinu og það hefur m.a. bitnað á bátunum og þá helst minni bátunum, sem lítið hafa getað róið.

Hrygningarstoppi 2021 er lokið og eins og greint var frá í síðasta pistli þá fóru nokkrir bátar frá Suðurnesjunum norður til Siglufjarðar til veiða, en komu síðan aftur. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þeir bátar sem fóru í þetta ferðalag voru: Sandfell SU sem landaði 44,5 tonnum í fjórum róðrum. Hann kom síðan til Grindavíkur og hefur landað þar 65 tonnum í fimm róðrum.

Indriði Kristins BA var búinn að vera að landa í Grindavík í apríl en fór líka norður og landaði þar 51 tonni í fjórum róðrum. Í þeim tölum eru landanir á Ólafsvík og Bolungarvík. Báturinn kom síðan til Grindavíkur og hefur landað þar 31 tonni í þremur róðrum. Vésteinn GK var með 28 tonn í þremur róðrum. Hann kom síðan til Grindavíkur og hefur landað þar um 45 tonnum í fjórum róðrum. Auður Vésteins SU var aðeins með 20 tonn í þremur róðrum fyrir norðan. Hún kom síðan til Grindavíkur og hefur landað þar 40 tonnum í þremur róðrum. Gísli Súrsson GK var með 24,7 tonn í þremur. Hann kom síðan til Grindavíkur og hefur landað þar um 35 tonnum í fjórum róðrum. Þess má geta að síðastnefndu þrír bátarnir eru allir í eigu Einhamars. Annars er fjöldi báta búinn að vera á veiðum á svæðinu frá Reykjanestá og að Þorlákshöfn. Mest eru það línubátar og hefur veiðin hjá þeim verið nokkuð góð.

Stóru línubátarnir hafa líka verið þar á veiðum ásamt því að vera við veiðar útaf Sandgerði. Sighvatur GK er kominn með 342 tonn í þremur veiðiferðum og mest 159 tonn. Páll Jónsson GK með 307 tonn í þremur og mest 126 tonn. Fjölnir GK 233 tonn í þremur og mest 101 tonn í veiðiferð.

Línubátar sem landa í Sandgerði hafa líka fiskað vel þó þeir séu ívið færri en bátarnis sem eru að landa í Grindavík. Dóri GK er með 40 tonn í níu og mest 11 tonn. Margrét GK 39 tonn í tíu róðrum og mest sjö tonn. Beta GK 32 tonn í tíu róðrum og mest 8,5 tonn í veiðiferð.

Mokveiði hefur verið hjá dragnótabátunum og þegar þetta er skrifað er Sigurfari GK kominn með 225 tonn í tíu róðrum og mest 41 tonn í róðri. Hann er aflahæsti báturinn á landinu. Siggi Bjarna GK er með 190 tonn í níu og næst aflahæstur. Benni Sæm GK með 163 tonn í átta og er hann þriðji aflahæsti dragnótabáturinn á landinu. Ansi vel gert.

Það má geta þess að gamli Njáll RE, sem fjallað var um hérna í pistil fyrir nokkru síðan, hefur hafið dragnótaveiðar frá Breiðdalsvík og hefur landð þar fjórtán tonnum í fjórum rórðum. Báturinn heitir núna Silfurborg SU.

Netabátarnir gátu hafið veiðar aftur eftir stoppið og hafa eftirfarandi bátar landað: Langanes GK 19 tonn í þremur, Grímsnes GK 17,6 tonn í þremur, Maron GK 11,3 tonn, Halldór Afi GK 1,5 tonn og Hraunsvík GK 4,3 tonn, allir eftir þrjá róðra. Allir bátarnir hafa verið á veiðum á Faxaflóa og er þetta nú nokkuð treg veiði hjá þeim.