Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Pistlar

Aflafréttir: Veiðin nokkuð góð þegar hefur gefið á sjóinn
Berglín GK og Þálína Þórunn GK við bryggju í Sandgerði. Mynd: Aflafréttir
Föstudagur 19. febrúar 2021 kl. 09:21

Aflafréttir: Veiðin nokkuð góð þegar hefur gefið á sjóinn

Þessir pistlar eru orðnir þannig að einn pistill fjallar um vont veður og næsti um gott veður – og þessi pistill er einmitt þannig, því veðráttan er heldur betur búin að vera gera sjómönnum lífið ansi erfitt og frá því að síðasti pistill var skrifaður þá hefur verið ansi erfitt tíðarfarið.

Stærri línubátarnir hafa þvælst á milli Grindavíkur og Sandgerðis út af veðri en þegar hefur gefið á sjóinn þá hefur veiðin verið nokkuð góð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stóru línubátarnir frá Grindavík láta svona veður ekki stoppa sig og hafa þeir verið á veiðum utan við Sandgerði, á svæðinu þaðan og í Snæfellsnes. Hrafn GK er hæstur þegar þetta er skrifað með 300 tonn í fjórum róðrum og mest 113 tonn, Sighvatur GK 293 tonn í aðeins tveimur. Valdimar GK 284 tonn í þremur, Jóhanna Gísladóttir GK 268 tonn í þremur og Páll Jónsson GK 255 tonn í tveimur.

Af minni línubátunum er Kristján HF með 82 tonn í sjö en hann var með 59 tonn í Sandgerði og sautján tonn í Grindavík. Hafrafell SU kom frá Fáskrúðsfirði og var með nítján tonn í Grindavík eftir að hafa verið á veiðum meðfram Þjórsársósum og síðan átta tonn í Sandgerði. Auður Vésteins SU 78 tonn í átta, mest í Sandgerði. Óli á Stað GK 75 tonn í ellefu, Gísli Súrsson GK 65 tonn í sjö, Margrét GK 61 tonn í níu, Sævík GK 58 tonn í níu, Dóri GK 56 tonn í níu, Jón Ásbjörnsson RE 54 tonn í átta en hann landaði Sandgerði og Daðey GK 44 tonn í sjö.

Netabátarnir hafa fiskað nokkuð vel og stóru bátarnir gátu róið þrátt fyrir leiðindaveður. Erling KE er með 130 tonn í níu, Grímsnes GK 94 tonn í tíu, Maron GK 73 tonn í níu, Langanes GK 54 tonn í tíu, Þorsteinn ÞH 33 tonn í fimm, Halldór Afi GK 28 tonn í sjö, Hraunsvík GK 25 tonn í sex, Bergvík GK 10 tonn í þremur og Guðrún GK 9,7 tonn í tveimur. Allir bátarnir voru að landa í Sandgerði.

Dragnótabátarnir eru sem fyrr aðeins tveir en veiðin hjá þeim hefur verið að skána. Sigurfari GK með 75 tonn í sjö og Siggi Bjarna GK 65 tonn í sjö. 

Fróði II ÁR hefur reyndar verið á veiðum á sömu slóðum og Sandgerðisbátarnir en hann er á útilegu og landar í Þorlákshöfn. Kom þangað með 59 tonn í einni löndun.

Togbátarnir og togarnir eru á nokkru flakki. Berglín GK kom t.d. til Siglufjarðar með 95 tonn í einni löndun. Skil reyndar ekki af hverju togarinn landar á Siglufirði þegar mun þægilegra er að fara til Sauðárkróks. Vegurinn til Sauðárkróks er mun auðveldari og þægilegri en að aka á trukki til Siglufjarðar. Mun lengri leið og þarf að klöngrast í gegnum Strákagöngin, sé ekki alveg hagræðið í því að láta trukkana aka til Siglufjarðar í stað þess að aka til Sauðárkróks.

Pálína Þórunn GK er með 128 tonn í þremur sem er landað á Sauðárkróki og Siglufirði. Sóley Sigurjóns GK 244 tonn í tveimur sem líka er landað á Siglufirði. Ansi sérstök stærðfræði að láta skipin landa á Siglufirði frekar en í höfn sem er nær og í höfn sem er auðveldara að aka til en að fara til Siglufjarðar.

Gísli Reynisson // [email protected]